Kraftmeiri Playstation tölva á leiðinni?

Svona gæti nýja tölvan litið út.
Svona gæti nýja tölvan litið út. Skjáskot/Insider

Útgefandi Grand Theft Auto-leikjanna, Take-Two Interactive, sagði á dögunum að nýjar leikjatölvur væru á leiðinni frá Microsoft og Sony. 

Þessar fréttir staðfesta fyrri getgátur um hvort Sony myndi halda í hefðirnar og gefa út svokallaða „pro“ útgáfu af leikjatölvu sinni eins og framleiðandinn hefur gert áður.

Jafnvel hægt að kaupa í lok þessa árs

Nokkrir hafa haldið því fram að nýja tölvan sé að byrja í framleiðslu seinna á árinu og að hægt verði að kaupa nýju tölvuna undir lok árs 2023.

Ekki hafa borist jafn margar fréttir af Xbox og hvort sé verið að hanna nýja kraftmeiri útgáfu af Xbox Series X/S en það má búast við að Microsoft leyfi Sony ekki að vera með yfirhöndina lengi. 

Microsoft er þó í þeirri sérstöðu að vera með tvær nýjar leikjatölvur, Xbox Series X er stærri gerðin og styður meiri gæði en Series S sem er ódýrari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert