Seldu 10 milljón eintök á þremur dögum

Master Sword sverðið úr leikjaröð Legend of Zelda.
Master Sword sverðið úr leikjaröð Legend of Zelda. Skjáskot/youtube.com/ZeldaLore

Japanski tæknirisinn Nintendo gaf nýlega út leikinn Legend of Zelda: Tears of the Kingdom. Fyrirtækið hefur unnið lengi að leiknum og miklar vonir bundnar við að leikurinn myndi auka sölu Nintendo Switch-leikjatölvanna en sala þeirra hefur dregist saman upp á síðkastið.

Nintendo gaf út tilkynningu á Twitter-síðu sinni þar sem þeir segja leikinn vera best selda leikinn í sögu The Legend of Zelda leikja. Fyrsti leikurinn kom út árið 1986.

The Legend of Zelda-leikirnir eru einir vinsælustu leikir heims og hafa selst yfir 125 milljón eintök áður en nýi leikurinn kom út. Nýi leikurinn hefur byrjað betur en nýr Harry Potter leikur en af honum seldust 12 milljónir eintaka á tveimur vikum. 

The Legend of Zelda: Tears of the Kingdom gerist á stóru svæði þar sem spilari getur ferðast og skoðað sig um eins og hann vill og líkist því sem þekkist í Grand Theft Auto eða Skyrim. Leikurinn fær einnig frábæra dóma og telja fræðingar að leikurinn komi til með að skila Nintendo stórauknum tekjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert