Sony gerir allt til þess að stöðva kaup Microsoft

Forstjóri Sony, Hiroki Totoki.
Forstjóri Sony, Hiroki Totoki. Skjáskot/Sony

Leikjatölvuframleiðendur heimsins eigast nú við í rándýru markaðsstríði en það hófst þegar Xbox gaf til kynna að þeir vildu kaupa leikjaframleiðandann Activision Blizzard.

Á árum áður börðust leikjatölvuframleiðendur um pláss fyrir framan sjónvarpið en það hefur örlítið breyst eftir að netspilun varð meiri og hægt er að vista gögn og sækja í netský (e. cloud).

Sony reynir nú allt hvað þeir geta til þess að stöðva Microsoft í því að kaupa Activision Blizzard en það virðist ekki vera að virka og leitar fyrirtækið því annarra leiða til þess að auka markaðsvirði sitt og vera ekki skilið eftir á síbreytilegum markaði.

Sony, eins og aðrir tæknirisar, reyna nú að kaupa upp smærri framleiðendur. Forseti Sony, Hiroki Totoki, segir að fyrirtækið þurfi að auka fjárfestingu á nokkrum sviðum til þess að halda í við aðra framleiðendur en Playstation leikjatölvan hefur verið ein sú vinsælasta síðustu ár.

Stærstu kaup síðustu ára:

  • Take-Two keypti Zynga á 12,7 milljarða bandaríkjadollara eða um 1680 milljarða króna.
  • Sony keypti Bungie á 3,6 milljarða bandaríkjadollara eða um 504 milljarða króna.
  • Microsoft reynir að kaupa Activision Blizzard á 68,7 milljarða bandaríkjadollara eða um 9618 milljarða króna.
mbl.is