Verðhækkanir á leiðinni

Vinsæll leikur frá Sega fjallar um sögu Sonic.
Vinsæll leikur frá Sega fjallar um sögu Sonic. Skjáskot/Sega

Stjórnendur tölvuleikjaframleiðandans Sega svöruðu spurningum aðdáenda fyrir nokkrum dögum og eitt svar þeirra gaf til kynna verðhækkanir á tölvuleikjum þeirra.

Undanfarin ár hafa tölvuleikjaframleiðendur miðað við að gefa út stærri leiki á 59 dollara sem eru um 8500 íslenskar krónur en nú eru þeir tímar liðnir þar sem fleiri og fleiri leikir eru farnir að kosta allt frá 9000 og upp í 14.000 krónur.

Stjórnendur Sega segjast einungis ætla að fylgja mörkuðum og að kaupendur séu að fá góða leiki fyrir peninginn. „Við munum fylgjast vel með tölunum og ef fólk er að kaupa leiki á hærra verði þá munu leikir okkar hækka í takt við þá þróun,“ sagði Koichi Fukuzawa varaforseti Sega.

Ekki er ljóst hvaða leikir munu fá þessa verðhækkun og hvort hún eigi við alla leiki eða bara þá allra stærstu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert