Ný tölva kynnt til leiks í kvöld?

Ný útgáfa PS5 er sögð koma á markað seinna á …
Ný útgáfa PS5 er sögð koma á markað seinna á árinu. Skjáskot/Insider

Í kvöld fer fram kynning frá Playstation þar sem sýnt verður frá verkefnum ársins og næsta árs. Þetta er fyrsta kynning Playstation frá því í apríl árið 2021 og því er mjög spennandi að sjá hvað tæknirisinn hefur upp á að bjóða fyrir notendur.

Sýnt verður frá kynningunni í beinu streymi sem hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma. 

Á síðustu kynningu fengu aðdáendur að sjá og heyra frá hugmyndinni um God of War: Ragnarök, leik sem sló rækilega í gegn þegar hann kom út, sem og tilkynningin um Spider-Man 2 leikinn sem er væntanlegur á þessu ári.

Ekki er ljóst hvað Playstation sýnir í kvöld en búið er að gefa út að fullt af nýjungum muni líta dagsins ljós og að kynningin taki rétt rúman klukkutíma. Fyrir áhugasama þá er hægt að fylgjast með streyminu á YouTube-síðu Playstation:

Margir notendur eru gríðarlega spenntir fyrir því að sjá hvað Playstation hefur upp á að bjóða og mun koma í ljós í kvöld hvort unnið sé að framleiðslu nýrrar Playstation-tölvu og hvaða leikir eru í vinnslu. 

Nokkrir velta fyrir sér framtíð PS VR2, sem eru sýndarveruleikagleraugu Sony, og hvaða leikir eru í vinnslu fyrir þau.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert