Hrollvekja í sýndarveruleika

Leikurinn kemur út og verður óhugnalegur að sögn framleiðanda.
Leikurinn kemur út og verður óhugnalegur að sögn framleiðanda. Skjáskot/FNAF

Vinsæla hryllingsleikjaserían Five Nights at Freddy's Help Wanted fær nýja viðbót á þessu ári, en nýr leikur var kynntur á kynningarfundi Playstation í vikunni. Leikurinn kemur út á PS VR2 sýndarveruleikagleraugu Playstation.

Þetta er stórt ár fyrir aðdáendur leikjaseríunnar en ásamt því að fá nýjan leik til þess að spila kemur ný hryllingsmynd í fullri lengd í kvikmyndahús. Framleiðendur leiksins birtu stutta stiklu til að kynna myndina aðeins, en þar mátti sjá lyftu fara niður á fyrstu hæð, opnast og þá hefst hryllingurinn.

Leikurinn mun spilast á svipaðan máta og fyrri leikurinn og eiga vanir að þekkja stillingarnar og stjórna leikmönnunum vel. Það eru nýir leikir, nýir staðir, ný saga og nýjar brellur. Spilari þarf að hafa hraðar hendur og vanda vel til verka, þar sem ein mistök geta verið dýr. 

Framleiðendur leiksins segja að leikurinn verði óhugnanlegur og spilarar muni lifa sig vel inn í leikinn með hjálp PS VR2 gleraugnanna og góðra heyrnartóla. Hægt verður að heyra öll hljóð, eins og einstaklinga labba fram hjá spilaranum og allar breytingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert