Biðst afsökunar á leiknum

Leikurinn fær falleinkunn.
Leikurinn fær falleinkunn. Skjáskot/LOTR

Framleiðandi leiksins The Lord of the Rings: Gollum hefur beðist afsökunar á leiknum þar sem leikurinn hefur ekki staðist neinar væntingar og skilið marga spilara eftir með sárt ennið.

Hefur framleiðandinn lofað að bæta leikinn og vonar að spilarar haldi áfram að spila leikinn eftir næstu uppfærslur. Sumir spilarar segja leikinn þann versta í ár þrátt fyrir að einungis fimm mánuðir séu liðnir af árinu.

Daedalic Entertainment sá um framleiðslu og hönnun á leiknum og sagði forstjóri fyrirtækisins að hönnuðir muni ekki hætta að reyna bæta leikinn og gera það besta úr stöðunni. 

Leikurinn fær falleinkunn á flestum stöðum þar sem spilarar geta tjáð skoðanir sínar.

mbl.is