Á lista úkraínskra íþróttamanna sem brutu lögin

Liðsmenn Natus Vincere sýndu stuðning eftir stórmótið í Brasilíu.
Liðsmenn Natus Vincere sýndu stuðning eftir stórmótið í Brasilíu. Skjáskot/RIO

Sjö úkraínskir rafíþróttamenn eru á lista frá úkraínska íþróttaráðuneytinu en 236 íþróttamenn sitja á þeim lista og er þeim öllum gert að hafa farið úr landi eftir innrás Rússa og hafa ekki snúið aftur. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu var öllum karlmönnum á aldrinum 18-60 ára bannað að fara úr landi.

Fengu leyfi til þess að keppa

Ein af undantekningunum frá þessu banni var fyrir þá íþróttamenn sem þurfa að keppa á alþjóðlegum vettvangi og þurfa oft að ferðast milli landa til þess að keppa í sinni íþrótt. Þetta var þó leyft með því skilyrði að íþróttamennirnir myndu snúa til baka er keppni lauk. 

Þetta voru rafíþróttamennirnir:

  • Viktor „sdy“ 
  • Volodymyr „Woro2k“ 
  • Serghij „DemQQ“
  • Arsenyj „cptkurtka023“
  • Denys „amster“
  • Aleksei „alex666“
  • eigandi rafíþróttaliðsins Monte, Dmytro Vovk

Eftir að listinn var gefinn út baðst rafíþróttaliðið Monte afsökunar en liðið taldi sig hafa fengið leyfi til þess að taka þátt á nokkrum mótum án þess að koma heim á milli.

Monte segist einnig hafa sýnt Úkraínu mikinn stuðning en liðið komst í undanúrslit á stórmóti þar sem leikmennirnir kölluðu „Glory to Ukraine“ eða sigur til Úkraínu fyrir framan milljónir manna. 

Það er ekki komið í ljós hvaða afleiðingar þetta mun hafa á rafíþróttamenn í Úkraínu en margir óttast að erfiðara verði að fá tiltekin ferðaleyfi hér eftir.

mbl.is