Á yfir höfði sér fangelsisdóm

Yuji Naka er einn af hönnuðum teiknimyndapersónunnar Sonic the Hedgehog.
Yuji Naka er einn af hönnuðum teiknimyndapersónunnar Sonic the Hedgehog. Skjáskot/Facebook

Einn af hönnuðum teiknimyndapersónunnar Sonic the Hedgehog, Yuji Naka, á yfir höfði sér allt að tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir að hafa lekið upplýsingum og stundað innherjaviðskipti.

Þessi atvik áttu sér stað þegar leikirnir Dragon Quest og Final Fantasy VII, The First Soldier voru gefnir út. Auk þess er honum gefið að greiða sekt sem hljóðar upp á 168 milljónir króna.

Yuji var handtekinn í nóvember og er honum gert að hafa vitað af útgáfu leikjanna vegna tenginga sem hann hafði við tölvuleikaheiminn.

Saksóknari í málinu sagði Yuji hafa grætt mikið meira en aðrir vegna þeirra upplýsinga sem hann fékk frá vinum sínum í stjórnarstöðum leikjafyrirtækjanna. Verjandi Yuji sagði málið ekki vera svo alvarlegt og hann hafi ekki verið að leita að upplýsingunum í þeim tilgangi að stunda óheiðarleg viðskipti heldur hafi hann einungis ætlað að nýta tækifærið.

Yuji keypti fyrir 300 milljónir króna í fyrirtækinu Aiming, sem er framleiðandi Dragon Quest og fyrir um 150 milljónir í Ateam sem framleiddi Final Fantasy VII. 

Búist er við niðurstöðu í málinu á næstu 6 vikum.

mbl.is