Rússar segja leikinn of pólitískan

Verið er að setja á laggirnar nýtt tölvuleikjamót í Rússlandi.
Verið er að setja á laggirnar nýtt tölvuleikjamót í Rússlandi. Samsett mynd

Ríkisstjórn Rússlands hefur gefið út að plön um tölvuleikjamót séu tilbúin og verið sé að ákveða hvaða leikjum verður keppt í. Mótshaldarinn verður rússneski tölvuleikjaframleiðandinn Lesta Games en þeir sjá um leikina World of Tanks eftir að framleiðandi leiksins færði höfuðstöðvar sínar úr landi.

Líklegast þykir að keppt verði í World of Tanks, World of Ships og Tank Blitz sem og öðrum leikjum Lesta Games. Þó er verið að skoða hvort hægt verði að keppa í þekktum keppnisleikjum eins og League of Legends og þykir það líklegt því Riot Games, framleiðandi League of Legends, eiga höfuðstöðvar í Kína. 

Skjáskot/WorldofTanks

Annar stór keppnisleikur er skotleikurinn Counter-Strike en framleiðandinn, Valve, er staðsettur í Bandaríkjunum og því var talið ólíklegt að sá leikur kæmi til greina.

Stjórnarformaður Lesta Games sagði í viðtali að Counter-Strike kæmi ekki til með að vera á lista keppnisleikjanna því hann telur leikinn vera of pólitískan og segi einungis eina hlið á málunum.

Margir hafa dregið þessa fullyrðingu í efa þar sem leikurinn sjálfur er ekki þekktur fyrir að vera með sína eigin pólitíska skoðun en hins vegar væri hægt að segja að framleiðandi leiksins gæti verið með skoðanir sem samræmast ekki þeim hjá Lesta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert