Stærsta mót sem hann hefur unnið á 15 ára ferli

ENCE vann bandaríska mótið IEM Dallas.
ENCE vann bandaríska mótið IEM Dallas. Skjáskot/IEM

Finnska rafíþróttaliðið ENCE vann bandaríska Counter-Strike mótið IEM Dallas um helgina. ENCE mætti MOUZ í úrslitum en það síðarnefnda átti ekki góðan dag og vann ENCE viðureignina 2-0.

Sigurinn var fyrirliða ENCE kærkominn en Marco „Snappi“ hefur keppt í Counter-Strike frá árinu 2008 og á 15 ára ferli hefur hann ekki unnið jafn stórt mót áður. Snappi gekk til liðs við ENCE árið 2021 og var fyrsti leikmaðurinn til þess að ganga til liðs við liðið eftir að ákveðið var að breyta frá hefðinni að vera einungis með finnska liðsmenn innanborðs.

Snappi hefur lengi talað um að hann sé einn besti danski fyrirliðinn og sagði í viðtali að hann væri betri en cadiaN og HooXi sem spila fyrir stór lið í Counter-Strike heiminum. 

Viðureignin gegn MOUZ var ekki jafn dramatísk og undanúrslitin gegn FaZe Clan en ENCE sigraði fyrsta kortið gegn MOUZ 16-9 og seinna kortið 16-10. Hinsvegar er þetta frábær úrslit fyrir lið sem sat í 11. sæti styrkleikalista Counter-Strike. 

mbl.is