Berjast í frumskóginum

Nýtt tímabil tekur við.
Nýtt tímabil tekur við. Skjáskot/Fortnite

Einn áhugasamur aðdáandi tölvuleiksins Fortnite setti inn mynd á Reddit-síðu leiksins þar sem hann sýnir frá því hvernig nýja tímabilið í leiknum gæti litið út. Hann notaði hjálp gervigreindar og setti allar myndirnar gefnar út af Epic Games saman í eina.

Ný tímabil eru alltaf stórar fréttir fyrir spilara leiksins þar sem margir þurfa að kveðja uppáhalds lendingarstaði sína eða vopn og engin leið að segja til um hvort það komi aftur í leikinn seinna. 

Undanfarna mánuði hefur Epic Games birt færslur þar sem gefið er í skyn hverju má búast við þann 8. júní þegar uppfærslan fer í loftið og nýtt tímabil hefst, en svo virðist sem Fortnite kveðji nú stórborgirnar og sé á leiðinni í frumskóginn.

Tímabilið ber heitið „WILDS“ og virðist allt benda til þess að spilarar muni þurfa að ferðast gegnum frumskóginn og berjast þar. 

Skjáskot/Reddit

Myndin sem Reddit-notandinn NomNomNomNation birti sýnir hvernig kastali stendur upp úr frumskóginum og umlykjandi er vatn og gróður. Það styttist óðfluga í uppfærsluna en eins og kom áður fram þá fer hún í loftið á morgun, þann 8. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert