Gæti þurft að kalla sig tölvuleikjaunnanda

Bill Gates er einn stofnenda tæknirisans Microsoft.
Bill Gates er einn stofnenda tæknirisans Microsoft. Ljósmynd/Wikipedia

Einn af stofnendum Microsoft og auðkýfingurinn Bill Gates skrifaði grein á dögunum sem fjallar um bókina „Tomorrow, and Tomorrow, and Tomorrow“.

Bókin fjallar um tvo einstaklinga, Sam og Sadie, sem verða miklir vinir í æsku á því að spila Super Mario Bros. Þegar líður á ævi þeirra fer vináttan á hærra stig og búa vinirnir til tölvuleik sem þeir kalla Ichigo, en í leiðinni myndast togstreita í vinskapinn og snýst bókin um að sýna hversu erfitt en fallegt það getur verið að búa til vöru sem þarf mikla listræna hæfileika.

Spilaði Tetris í æsku

Bill Gates skrifaði í grein sinni að þessi tölvuleikjabók tali mikið til sín, þrátt fyrir að hafa ekki varið miklum tíma í tölvuleiki í æsku og hann hafi sjaldan geta kallað sig unnanda tölvuleikja þá gæti það breyst eftir þessa bók þar sem hann segir að skilgreiningin sé orðin víðari en áður.

„Þegar ég var yngri elskaði ég leiki eins og Tetris og undanfarin ár hef ég dreift huganum með því að spila orðaleiki, skilgreiningin á tölvuleikjaunnendum er orðin víðari en áður og gæti því þurft að kalla mig slíkan.“

Langir dagar

Bill Gates segir að ýmislegt í bókinni hafi talað til sín og hvernig vinsambönd hans virkuðu þegar Microsoft var sett á laggirnar. „Aðalpersónur bókarinnar bjuggu saman í lítilli íbúð og unnu allan sólarhringinn. Það minnti mig mjög á þá tíma þegar við stofnuðum Microsoft um árið, við unnum allan daginn, alla daga.“

mbl.is