Hollywood-myndin fær nýtt líf

Leikurinn kemur út í byrjun nóvember.
Leikurinn kemur út í byrjun nóvember. Skjáskot/Jumanji

Sívinsæla kvikmyndaserían Jumanji fær nýtt líf í formi tölvuleiks sem ber nafnið Jumanji: Wild Adventures. Leikurinn verður samvinnuleikur þar sem tveir spilarar takast á við áskoranir saman og reyna að komast í gegnum leikinn.

Síðasti Jumanji-leikurinn kom á markað árið 2019 og fékk uppfærslu í Playstation 5 útgáfu þegar leikjatölvan kom á markað en svo virðist sem leikurinn hafi farið fram hjá mörgum því hann náði aldrei þeim vinsældum sem honum var ætlað. 

Jumanji kom fyrst út árið 1995 þar sem Robin Williams fór með aðalhlutverk áður en sagan var tekin á næsta stig þar sem fengnar voru Hollywood-stjörnurnar Dwayne Johnson, Jack Black, Karen Gillian og Kevin Hart til þess að leika í myndinni og urðu þau fljótt andlit seríunnar. 

Leikurinn kemur á markað í byrjun nóvember og birti Playstation stiklu þar sem sýnt var frá ýmsu sem leikurinn hefur upp á að bjóða. Þar sést að spilarar þurfa að glíma við alls konar áskoranir eins og að hlaupa frá glóandi hrauni og köngulóm.

mbl.is