Meiri möguleikar fyrir landsliðið en áður

Íslenska landsliðið í Counter-Strike hefur leik í dag.
Íslenska landsliðið í Counter-Strike hefur leik í dag. Grafík/RÍSÍ

Í dag hefst undankeppnin í Counter-Strike fyrir heimsmeistaramót Alþjóða Rafíþróttasambandsins, eða IESF. Landslið Íslands er í riðli með Svíþjóð, Noregi og Danmörku en Finnland tekur ekki þátt í þetta sinn en tvö lið af þessum fjórum komast áfram og því er meiri möguleiki fyrir landsliðið okkar að komast áfram.

Búningar landsliðsins.
Búningar landsliðsins. Mynd/RÍSÍ

Okkur bíða þó erfiðar viðureignir gegn landsliðum Dana og Svía sem eru með gríðarsterk lið. 

Leikmenn íslenska landsliðsins eru:

  • Þorsteinn „TH0R“ Friðfinsson
  • Stefán „StebbiC0C0“ Guðjónsson
  • Eðvar þór „EddezeNNN“ Heimisson
  • Kristján „kruzer“ Finsson
  • Pétur Örn „peter“ Helgason
  • Páll Sindri „b0ndi“ Einarsson

Fyrsta viðureign Íslands verður gegn Svíþjóð sem hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma og verður leikurinn sýndur á Counter-Strike rás IESF. Ísland mætir svo Noregi á morgun klukkan 14.00 og Danmörku klukkan 18.00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert