Vísbendingar um framleiðslu nýrrar tölvu

Líklegt þykir að nýja tölvan líti dagsins ljós á næsta …
Líklegt þykir að nýja tölvan líti dagsins ljós á næsta ári. Skjáskot/Render

Sífellt birtast fleiri vísbendingar um að Nintendo vinni að því að hefja framleiðslu á nýrri leikjatölvu. Á dögunum kom inn auglýsing þar sem óskað var eftir einstaklingi til þess að sinna vinnu á gagnasöfnun og prófunum á nýrri tölvu.

Nintendo Switch leikjatölvan er nú komin til ára sinna og margir að bíða eftir næstu kynslóð tölvunnar og gæti vel verið að biðin sé farin að styttast. Í auglýsingunni segir að fyrirtækið sé frægt leikjafyrirtæki staðsett í Kyoto-borg í Japan og að einstaklingurinn muni vinna að nýrri leikjatölvu.

Nintendo er eina leikjafyrirtækið í Kyoto sem framleiðir leikjatölvur. Þessar vísbendingar styðja þá kenningu margra að Nintendo reyni að hefja framleiðslu sem fyrst og gefi tölvuna út snemma árs 2024 og því er tæplega ár þar til hún kemur á markað. Í auglýsingunni má einnig lesa að um háleynilegt starf sé að ræða.

Einstaklingurinn komi til með að vinna 2-3 daga í viku og unnið sé á skrifstofu þar sem þurfi að fara í gegnum öryggisleit.

mbl.is