Þurfa að koma fram við okkur eins og manneskjur

Margir leikir voru á dagskrá og því fór viðureign FaZe …
Margir leikir voru á dagskrá og því fór viðureign FaZe og Heroic seint af stað. Skjáskot/FaZe

Eftir tap gegn Heroic var rafíþróttamaðurinn og stjarna FaZe Clan í Counter-Strike, Russel „Twistzz“, ósáttur við mótshaldarana BLAST á Premier Spring Final mótinu.

Liðin börðust um sæti í undanúrslitum mótsins en eftir tap FaZe Clan tjáði Twistzz sig um skipulag mótsins. Á fimmtudeginum voru margir leikir á dagskrá og var fjöldi viðureigna og tafir á leikjum ástæðan fyrir því að viðureign FaZe og Heroic fór fram seint um kvöld.

Twistzz skrifaði á Twitter-síðu sína að leikmenn ættu að fá sanngjarna meðferð og að „það þarf að koma fram við okkur eins og manneskjur fyrst og íþróttamenn svo“.

Hann sagði einnig að ef viðureignir taka lengri tíma en vanalega þarf að kveikja á annarri útsendingu og spila hinar viðureignirnar á réttum tíma. Þrátt fyrir tapið duttu FaZe ekki úr leik og fengu bráðabana gegn Vitality.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert