Bregða sér í hlutverk ævintýrapersóna

Föruneyti Pingsins stýrir nýjum þætti sem hefst á morgun.
Föruneyti Pingsins stýrir nýjum þætti sem hefst á morgun. Grafík/GameTíví

Glæný þáttasería hefst klukkan 20.00 þegar hópurinn Föruneyti Pingsins býður gestum að fylgjast með svaðilförum sínum í tölvuleiknum Baldur's Gate 3. Leikurinn er margrómaður hlutverkatölvuleikur sem hefur slegið rækilega í gegn.

Annað kvöld bregða þau Marín Eydal, Aðalsteinn, Arnar Tómas og Melína Kolka sér í hlutverk ævintýrapersóna sem ýmist höggva, stinga og galdra sig í gegnum það sem á vegi þeirra verða, nema þá að þau ákveði að ræða bara málin.

Í kvöld kemur í ljós hvort þeim takist að losna við halakörturnar sem hafa tekið sér bólfestu í höfði þeirra.

Hægt verður að fylgjast með á Twitch-síðu GameTíví, smelltu hér.

Marín Eydal

Fyrsti meðlimur Föruneyti Pingsins er Marín Eydal sem spilar hlutverkið „Bard“! 

Marín slær á létta strengi og sér um að halda stemningunni uppi með óþolandi lútuspili en með karismatískum persónuleika sínum heldur hún samræðunum gangandi! 

Arnar Tómas

Annar meðlimur Föruneyti Pingsins er Arnar Tómas sem spilar hlutverkið „Barbarian“! 

Arnar hnyklar bæði brýnnar og bronsaða vöðvana yfir furðuverum og framandi hátterni. Hann telur að flest vandamál megi leysa með því að taka þau í bóndabeygju eða fleygja þeim í næstu gjótu.

Melína Kolka

Þriðji meðlimur Föruneyti Pingsins er Melína Kolka sem spilar hlutverkið „Rogue“! 

Melína er hljóðlat eins og skugginn, ef skugginn talaði stundum við sjálfan sig. Það eina sem er meira edgy en persónuleikinn hennar eru hnífarnir sem hún notar. Ímyndaði vinur Melínu, C’hat, heldur henni félagsskap meðan hún laumast á milli skugganna.

Aðalsteinn

Fjórði meðlimur Föruneyti Pingsins er Aðalsteinn sem spilar hlutverkið „Sorcerer“! 

Aðalsteinn kemur á sjónarsviðið eins og þruma úr heiðskíru lofti! Með rafmagnaðan persónuleika og stormasama skapgerð. Hann spáir aftakaveðri næsta miðvikudag og talsverði úrkomu.

mbl.is
Loka