Komið að síðasta tímabilinu

Call of Duty: Modern Warfare II.
Call of Duty: Modern Warfare II. Grafík/Activision Blizzard

Sjötta og síðasta tímabilið í tölvuleiknum Call of Duty: Modern Warfare 2 kemur út þann 27. september. Tímabilið hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma og geta spilarar náð í uppfærsluna um leið og klukkan er orðin 16.

Með nýju uppfærslunni koma nýjar áskoranir sem spilarar geta reynt að klára og fengið hin ýmsu verðlaun fyrir að klárar áskoranir og verkefni.

Nýjar spilanlegar persónur líta dagsins ljós í leiknum en þau bera nöfnin Spawn, Skeletor, Ash Williams, Alucard og hin klassíski Captain Price. Ekki er komið í ljós hvort ný vopn verði aðgengileg á nýja tímabilinu né hvort kortin fái uppfærslu. 

mbl.is
Loka