Nefnir hæfileikaríkasta liðsfélagann

Frændurnir „NiKo⁠“ Kovač og Nemanja „⁠huNter-⁠“ Kovač, leikmenn G2 í …
Frændurnir „NiKo⁠“ Kovač og Nemanja „⁠huNter-⁠“ Kovač, leikmenn G2 í CS:GO halda saman á bikarnum eftir að hafa unnið IEM-stórmótið í Katowice í Póllandi. Skjáskot/Twitter/G2

Bosníski rafíþróttamaðurinn NiKo hefur leikið með ófáum stórstjörnunum á ferlinum og þar má til dæmis nefna þá coldzera, olofmeister, GuardiaN og Rain. Samkvæmt NiKo sjálfum er sá hæfileikaríkasti þó ungstirnið m0NESY sem leikur með G2.

M0NESY er fæddur árið 2005 og skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék með ungmennaliðinu Natus Vincere áður en hann var keyptur til G2.

„Hann er einn hæfileikaríkasti leikmaður em ég hef spilað með, þú sérð bara að hann gæti orðið einn af þeim bestu“ sagði Niko í viðtali við DotEsports. 

„Það er samt undir honum sjálfum komið, hann verður að vinna fyrir því, æfa sig og ekki missa hausinn“. Niko segir þá að fyrrverandi liðsfélagi sinn Coldzera sé líka á lista yfir þá bestu sem hann hefur leikið með.

Síðan m0NESY gekk til lliðs við G2 í janúar árið 2022 hefur liðið unnið þrjá stórtitla og þá fyrstu síðan í Malmö árið 2017. 

mbl.is
Loka