Ný Xbox leikjatölva á leiðinni

Tölvurnar fá útlitsuppfærslu sömuleiðis.
Tölvurnar fá útlitsuppfærslu sömuleiðis. Samsett mynd

Leikjatölvuframleiðandinn Microsoft hefur hafið undirbúning að nýrri leikjatölvu sem verður uppfærsla á nýjustu leikjatölvum þeirra, Xbox Series X og S.

Tölvan kemur á markað á næsta ári en upplýsingar um tölvuna birtust í skjölum tengdum málsókn Sony á hendur Xbox fyrir ólöglegan samruna þegar fyrirtækið keypti tölvuleikjaframleiðandann Activision Blizzard. 

Nýja tölvan verður í laginu eins og sívalningur og verður einungis hægt að fá tölvuna án diskadrifs. Hún mun skarta tveggja terabæta minni svo það ætti ekki að vera vesen að niðurhala uppáhalds leikjunum. Xbox hefur gefið í skyn að næsta leikjatölva á eftir þessari komi út árið 2028 og því tækifæri fyrir þá sem keyptu sér Xbox Series X er hún kom fyrst á markað að uppfæra örlítið. 

Með tölvunni kemur ný fjarstýring fyrir tölvurnar. Eigendur Xbox þurfa því ekki lengur að kaupa rafhlöður til þess að setja í fjarstýringarnar heldur verður hægt að hlaða þær eins og hjá Playstation. Líklegast er að tölvan líti dagsins ljós í maí árið 2024.

mbl.is
Loka