Sniðganga fyrirtækið vegna breytinga

Frá höfuðstöðvum þeirra í Kalíforníu.
Frá höfuðstöðvum þeirra í Kalíforníu. Skjáskot/Unity

Tæknifyrirtækið Unity hefur fengið mikla gagnrýni að undanförnu vegna breytinga sem fyrirtækið er að fara í á næstu vikum. Unity er leikjaumhverfi sem notað er til þess að þróa tölvuleiki og hanna grafík leikjanna.

Unity var stofnað árið 2004 en hét þá Over the Edge Entertainment. Stofnendur fyrirtækisins voru Íslendingurinn Davíð Helgson, Þjóðverjinn Joachim Ante og Daninn Nicholas Francis. Davíð var forstjóri Unity til ársins 2014.

Davíð hefur selt meirihlutann af sínum hlut í fyrirtækinu og árið 2021 seldi hann hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna.

Ný stefna

Unity breytti nýlega um stefnu sem mun hafa mikil áhrif á leikjahönnuði, sérstaklega þá sem starfa sjálfstætt eða eru að byrja í greininni. Unity hyggst nú ætla rukka gjald til hönnuða leikja fyrir hvert skipti sem spilari niðurhalar leik þeirra á tölvuna sína.

Þetta hefur gert marga reiða og getur kostað fyrirtæki himinháar upphæðir. Nú hafa yfir 500 tölvuleikjafyrirtæki heitið því að þau ætli að sniðganga Unity nema breytingar verði gerðar aftur til fyrra horfs. Unity hefur síðan tilkynningin var gerð beðist afsökunar á orðalagi og ætli að gera breytingar og birta á næstu dögum.

Margir leikjahönnuðir gefa Unity nú illt auga og segja traustið á milli fyrirtækisins og tölvuleikjafyrirtækja sé horfið. 

mbl.is
Loka