Tölvuleikurinn EA SPORTS FC24 kemur á markað þann 29. september en þeir sem forpöntuðu leikinn geta hafið spilun í kvöld, á miðnætti.
Leikurinn er fyrsti fótboltaleikur frá tölvuframleiðandanum Electronic Arts síðan samstarfið við FIFA hætti.
EA Sports má ekki lengur nota nafnið FIFA á leikjunum sínum og fær nýi leikurinn því nafnið EA SPORTS FC24. Leikirnir hafa verið þeir vinsælustu í heimi frá því að hann kom fyrst út á leikjatölvunni SEGA árið 1994.
Flest allt sem spilarar elska úr fyrri leikjum flytjast yfir í þann nýja þar sem fyrirtækið hefur náð samningum við yfir 19.000 fótboltamenn, meira en 700 fótboltalið, fleiri en 100 leikvangar og yfir 30 deildir.
Eins og fyrr kom fram geta þeir sem forpöntuðu leikinn hafið spilun á miðnætti þann 22. september en annars kemur leikurinn á markað þann 29. september.