Uppvakningarnir mættir aftur

Call of Duty: Modern Warfare II.
Call of Duty: Modern Warfare II. Grafík/Activision Blizzard

Tölvuleikjaframleiðandinn Treyarch hefur endurlífgað leikhaminn (e. gamemode) þar sem spilarar geta barist við uppvakninga í tölvuleiknum Call of Duty: Modern Warfare 3.

Leikurinn kemur á markað í byrjun nóvember og birti Treyarch fyrstu stikluna úr leiknum á samfélagsmiðla sína á dögunum.

Treyarch hefur sýnt frá verkefninu Operation Deadbolt þar sem spilarar verða að stöðva mann að nafni Viktor Zakhaev, sem bjó uppvakningana til með efni sem kallast Aetherium. Þetta efni hefur sést áður í leikjum Call of Duty. Spilarar verða að koma í veg fyrir að þetta efni dreifist sem og berjast við þá uppvakninga sem komnir eru.

Hægt verður að berjast við uppvakningana frá og með 10. nóvember en næstu upplýsingar um leikinn verða birtar þann 5. október.

mbl.is
Loka