Opið fyrir skráningu

Hægt er að skrá sig fram á föstudag.
Hægt er að skrá sig fram á föstudag. Ljósmynd/Florian Olivo

Nú er áttunda tímabil íslensku úrvalsdeildarinnar í Counter-Strike hafið og búið er að opna fyrir skráningu í neðri deildirnar.

Skráningin lokar á föstudaginn og eru lið beðin um að skrá sig til leiks í bæði Counter-Strike og CS2, en ekki er víst hvenær hann kemur á markað.

Í fyrstu deildinni verða leiknir 18 leikir yfir tímabilið. Áhugamannadeildirnar hefjast á sama tíma og verða leiknir níu leikir í þeim þar til í lok nóvember. Raðað er í deildirnar eftir styrkleika með umspilsmót til hliðsjónar.

Lið geta tekið þátt umspilsmótinu, sem má finna á Challengermode-síðu RÍSÍ en þegar raðað verður í deildir er fyrst og fremst farið eftir þeim liðum sem skrá sig í áframhaldandi keppni frá fyrra tímabili og munu því halda sæti sínu. Eftir það er raðað eftir styrkleika nýrra liða, fyrri árangri í deildum og/eða styrkleika leikmanna á síðunni Faceit.

Fleiri upplýsingar um skráninguna má finna hér.

mbl.is