Forstjóri Playstation segir upp störfum

Jim Ryan að kynna fyrir Playstation.
Jim Ryan að kynna fyrir Playstation. Skjáskot/Youtube

Jim Ryan, forstjóri og forseti tæknifyrirtækisins Sony og Playstation, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu eftir farsælan feril.

Jim hóf störf hjá Playstation árið 1994 og var gerður að forstjóra og forseta Playstation-leikjatölvudeildarinnar árið 2019. Eitt af hans helstu afrekum var að selja yfir 40 milljónir eintaka af leikjatölvunni Playstation 5.

Jim hóf störf sama ár og fyrsta Playstation-tölvan kom á markað og hefur sinnt hinum ýmsu störfum hjá Sony síðan þá. Ástæðan fyrir uppsögninni er sögð vera sú að honum hafi þótt erfitt að búa í Evrópu en starfa í Bandaríkjunum. Arftaki Jim er Hiroki Totoki sem er háttsettur hjá fyrirtækinu og mun hann taka við af Jim á næstu mánuðum.

Á þeim fimm árum sem Jim var forseti Playstation-deildarinnar kom út gríðarlega vinsæla leikjatölva Playstation 5 og hafði hann yfirsýn yfir geysivinsælum leikjum Horizon Forbidden West og God of War Ragnarök.

mbl.is