Leikjatölva köngulóarmannsins

Litirnir verða aðgengilegir fyrir Playstation 5 í haust og vetur.
Litirnir verða aðgengilegir fyrir Playstation 5 í haust og vetur. Skjáskot/Playstation

Tæknirisinn og leikjatölvuframleiðandinn Sony kynnti til leiks nýtt útlit á leikjatölvunni Playstation 5 til þess að fagna leiknum Spider-Man 2.

Leikurinn kemur út seinna í vikunni og eru margir spenntir að sjá hvernig hefur tekist til að bæta við leikinn það sem vantaði í þann síðasta. Áhugasamir geta því keypt Playstation 5-tölvu í anda köngulóarmannsins líkt og Sony hefur gert með aðra leiki.

Með tölvunni fylgir útgáfa af leiknum og því geta þeir sem kaupa pakkann hafið spilun um leið og tölvan er tengd. 

mbl.is