Grikkir lögðu Ástrali í körfuboltakeppni Ólympíuleikana í París í dag. Stórstjarnan Giannis Antetekounmpo var stigahæstur.
Antetekounmpo skoraði tuttugu stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar í hörkuspennandi leik.
Grikkir náðu góðu forskoti í fyrri hálfleik og leiddur með sautján stigum, 53:36, í hálfleik en Ástralir náðu vopnum sínum í þeim síðari. Staðan fyrir fjórða leikhluta var 62:50 fyrir Grikki en þegar þrjár og hálf mínúta var til leiksloka höfðu Ástralir minnkað muninn í tvö stig.
Lengra komust Ástralir ekki og Grikkir sigruðu að lokum með sex stigum.
Jock Landale var stigahæstur Ástrala með sautján stig og gamla brýnið Patty Mills skoraði þrettán. Josh Giddey skoraði níu stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar.