Lífs- og leik­g­leðin alls­ráðandi um helgina

Þétt var setið við tölvurnar á fyrri hluta haustmótsins um …
Þétt var setið við tölvurnar á fyrri hluta haustmótsins um síðustu helgi og ljóst að fjörið verður engu minna þegar eldri flokkurinn mætir til leiks um helgina. Ljósmynd/Atli Már

Rafíþróttafólk, frá átta til tólf ára, troðfyllti Egilshöllina á fyrri hluta ungmennamóts Rafíþróttasambands Íslands um síðustu helgi. Fjöldinn verður engu minni á síðari hluta mótsins þegar keppendur í eldri flokki etja kappi í hinum vinsæla tölvuleik Fortnite.

Tvískipt haustmótið er fyrsta ungmennamótið sem RÍSÍ heldur í Next Level Gaming í Egilshöll og nú er komið að krökkum, þrettán til sextán ára, að reyna með sér í ein- og tvíliðaleik í Fortnite. Einnig verður keppt í opnum flokki í Valorant og Minecraft.

Lífs- og leikgleðin eru alltaf við völd á ungmennamótum  Rafíþróttasambandins sem eru kjörinn vettvangur til þess að upplifa þá jákvæðu og uppbyggilegu stemningu sem RÍSÍ leggur áherslu á í kringum rafíþróttaiðkun barna og unglinga.

Ungu keppendurnir taka íþróttina sína mjög alvarlega og einbeitingin skein …
Ungu keppendurnir taka íþróttina sína mjög alvarlega og einbeitingin skein úr hverju andliti báða keppnisdagana. Ljósmynd/Atli Már

„Ungmennamótin eru einn mikilvægasti þátturinn í starfi Rafíþróttasambandsins þar sem allt miðar að heilbrigðri og uppbyggilegri nálgun á tölvuleiki,“ segir Jökull Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands.

Mótin eru líka eitt besta og raunverulegasta dæmið um þá jákvæðu og uppbyggilegu stemningu sem RÍSÍ leggur áherslu á í kringum rafíþróttaiðkun barna og unglinga,“ segir Jökull og bætir við að fátt jafnist á við það að koma á ungmennamótin og sjá rafíþróttastarf RÍSÍ bókstaflega lifna við þegar slíkur fjöldi krakka kemur saman til þess að njóta þess að spila saman.

Flottar áherslur

„Við hjá Ljósleiðaranum höfum í gegnum árin stutt vel við rafíþróttir enda teljum við það afar mikilvægt. Greinin er ekki bara vaxandi um allan heim heldur er starfið hérna heima gríðarlega öflugt,“ segir Einar Þórarinsson framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.

Rafíþróttasambandið er með flottar áherslur til að hvetja ungt fólk til að stunda rafíþróttir á heilbrigðan og uppbyggilegan hátt og við viljum halda áfram að taka þátt í þeirri vegferð.

Krakkarnir í yngri flokki mættu einbeittir og ákveðnir til leiks en gleðin var þó við völd allan tímann og náði hámarki við verðlaunaafhendinguna á sunnudeginum þegar Ásmundur Einar Daðason, ráðherra mennta- og barnamála, keyrði upp stemninguna og verðlaunaði Fortnite keppendurna. 

Dagskrá ungmennamótsins um helgina.
Dagskrá ungmennamótsins um helgina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka