Spennuþrungin Coun­ter Stri­ke-veisla

Stefán Ingi Guðjónsson (StebbiC0C0) í Dusty og Þórsarinn Ásmundur Viggósson …
Stefán Ingi Guðjónsson (StebbiC0C0) í Dusty og Þórsarinn Ásmundur Viggósson (PANDAZ) koma báðir, ásamt félögum sínum, til að sjá og sigra í Arena á morgun.

Spennan í Ljósleiðaradeildinni nær hámarki á laugardagskvöld þegar úrvalsdeildarliðin Dusty og Þór berjast um Íslandsmeistaratitilinn í Counter Strike í Arena á Smáratorgi.

Þór komst í úrslit með sigri á liði Ármanns á þriðjudaginn og Dusty stimplaði sig sannfærandi inn með því að leggja Veca í seinni undanúrslitaleiknum á fimmtudaginn.

Samfélagið í kringum hinn sígilda og margrómaða tölvuleik Counter Strike er það stærsta sinnar tegundar á Íslandi eins ef til vill best sést á því að á þessu hausttímabili tóku 62 lið þátt í sex deildum.

Tóm­as Jó­hanns­son, sem hefur lýst öllum umferðum Ljósleiðaradeildarinnar í beinni útsendingu, telur víst að úrslitaviðureign milli Dusty og Þórs sé sá leikur sem flestir áhorfendur hafi viljað fá að sjá.

Fyrir utan óhjákvæmilega háspennuna sem fylgi viðureign liðanna bendir Tómas á að Dusty og Þór eigi stærstu áhangendahópa landsins, auk þess að vera, í það minnsta á pappírunum, skipuð mörgum bestu leikmönnum landsins í Counter Strike.

„Nutella“ stjórnar gleðinni

Úrslitaviðureign úrvalsdeildarinnar er vitaskuld hápunktur keppnistímabilsins og í raun öðrum þræði hálfgerð árshátíð Counter Strike-samfélagsins.

Mikið verður því um dýrðir og stanslaust stuð í Arena allan keppnisdaginn og langt fram eftir kvöldi. 

Tómas Jóhansson, sá glöggi lýsandi Ljósleiðaradeildarinnar, telur óhætt að fullyrða …
Tómas Jóhansson, sá glöggi lýsandi Ljósleiðaradeildarinnar, telur óhætt að fullyrða að Þór gegn Dusty sé akkúrat sá úrslitaleikur sem flestir áhorfendur vilji sjá.

Árveig Lilja „Nutella“ Bjarna­dótt­ir, fyr­irliði ís­lenska kvenna­landsliðsins í Coun­ter Strike, er veislustjóri og þegar er ljóst að færri munu komast að en vilja. 

Gestir á úrslitakvöldinu fá meðal annars tækifæri til þess að láta reyna á skotfimi sína og hæfni í Counter Strike í opinni keppni um annars vegar hver sé beinskeyttasta Red Bull hetjan og Ljósleiðaraskyttan hins vegar.

Vargur í veislu

Báðir þessir titlar eru sýnd veiði en ekki gefin í sérherbergjum í Arena þar sem sá sem nær að fella flesta á 60 sekúndum hlýtur verðlaun frá Red Bull en Ljósleiðaraskyttan þarf að ná sigri gegn Counter Strike-goðsögninni Arnari „Varg“ Ingvarssyni til þess að hreppa verðlaun frá Ljósleiðaranum.

Veislustjórnin verður í öruggum höndum Árveigar „Nutella“ Bjarna­dótt­ur, fyrirliða íslenska …
Veislustjórnin verður í öruggum höndum Árveigar „Nutella“ Bjarna­dótt­ur, fyrirliða íslenska kvennalandsliðsins í Counter Strike.

Húsið opnar klukkan 14. Beint streymi byrjar klukkan 16 og keppnin sjálf hefst síðan klukkan 18. 

Sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans og í streymi á rásum Rafíþróttasambands Íslands á Twitch, Facebook, YouTube og rafíþróttasíðu mbl.is.

Ætla má að úrslit liggi fyrir um klukkan 21 en spilað verður eftir „best of five“ fyrirkomulagi þannig að það lið sem verður fyrra til að vinna þrjá leiki af fimm stendur uppi sem sigurvegari og Íslandsmeistari í Counter Strike 2024.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka