Sjáið titil­baráttu Þórs og Du­sty í beinni

Tómas Jóhannsson er mættur á úrslitavaktina og mun halda áhorfendum …
Tómas Jóhannsson er mættur á úrslitavaktina og mun halda áhorfendum upplýstum með Einar Ragnarsson og Árna „leFluff“ sér til fulltingis. Skjáskot/RÍSÍ

Úrslitabarátta Dusty og Þórs um Íslandsmeistaratitilinn í Counter Strike í Ljósleiðaradeildinni hófst í Arena klukkan 18 en meðal annars er hægt er að fylgjast með viðureigninni í beinu streymi í spilaranum á rafíþróttavef Mbl.is hér fyrir ofan.

Spennan í Ljósleiðaradeildinni nær hámarki í kvöld þegar úrvalsdeildarliðin tvö berjast þar til aðeins annað þeirra stendur uppi sem sigurvegari og Íslandsmeistari í hinum margrómaða og sívinsæla leik Counter Strike.

Líf og fjör hefur verið í Arena í allan dag þar sem stuðningsfólk liðanna og annað áhugafólk um rafíþróttir og þá sérstaklega Counter Strike hefur hitað upp fyrir stóru stundina.

Tóm­as Jó­hanns­son og Ein­ar Ragn­ars­son, sem hafa lýst leikjum Ljósleiðaradeildarinnar undanfarið í beinni, eru að sjálfsögðu mættir á sína vakt og hafa, að gefnu tilefni, fengið liðsauka í Árna Bent Þráinssyni (leFluff) sem byrjaði tímabilið sem fyrirliði Dusty áður en hann dró sig í hlé um miðbik tímabilsins.

Sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans og í streymi, meðal annars, á rásum Rafíþróttasambands Íslands á Twitch, Facebook og YouTube og svo hér á rafíþróttavef Mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka