Ríkjandi og fyrr­verandi mætast í úr­slitum

Þórsarar eru enn ósigraðir á tímabilinu og komnir í úrslitin …
Þórsarar eru enn ósigraðir á tímabilinu og komnir í úrslitin um Tölvulistabikarinn í Overwatch.

Að loknum undanúrslitum í Tölvulistabikarnum í Overwatch liggur ljóst fyrir að ríkjandi meistarar Dusty munu mæta Þórsurum í úrslitaleiknum 29. nóvember.

Annars vegar áttust Dusty og Selir við í undanúrslitum Tölvulistabikarsins á föstudaginn og Þór og Tröll-Loop hins vegar. 

Segja má að allt hafi þetta nánast farið eftir bókinni þegar Dusty lagði Seli 3:0 og Þórsarar tóku Tröllin niður 3:1. Þór fór ósigraður í gegnum tímabilið og fer í úrslitin á móti Dusty með 30 stig í 1. sæti.

Dusty er hins vegar ríkjandi meistari og hefur því titil að verja á meðan Þórsarar hafa að sama skapi titil að endurheimta þannig að í lokakeppninni munu ríkjandi og fyrrverandi meistarar takast á.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka