VECA er Coun­ter Stri­ke lið ársins

Liðsmenn VECA fögnuðu og ljóst að þeirra manni, Einari Ragnarssyni, …
Liðsmenn VECA fögnuðu og ljóst að þeirra manni, Einari Ragnarssyni, leiddist þetta ekkert en hann og Tómas Jóhansson, félagi hans í beinu útsendingunum stýrðu afhendingunni. Ljósmynd/Atli Már

Kepnnistímabil Ljósleiðaradeildarinnar var gert upp að loknum sigri Dusty á Þór í úrslitaviðureigninni á laugardagskvöld. Þá var upplýst að lið VECA, sem í fyrra var kennt við Breiðablik, hefði verið valið lið ársins 2024 en liðið þótti sýna skemmtileg tilþrif á tímabilinu auk þess sem árangur þess hefur komið mörgum á óvart.

Nýkrýndir deildarmeistararnir í Dusty státa af leikmanni tímabilsins, hinum magnaða spilara Heiðari Flóvent Friðrikssyni sem á vígvellinum er þekktari sem Midgard.

Rifill ársins í Ljósleiðaradeildinni kemur úr röðum silfurliðs Þórsara en þar varð Antonio Kristófer Salvador (Tony) fyrir valinu. Þórsarar voru á hvínandi siglingu á tímabilinu og höfnuðu í 1. sæti deildarinnar fyrir umspil og úrslitakeppnina þar sem þeir máttu sætta sig við tap gegn Dusty.

Ólafur Barði Guðmundsson, sem spilar með Ármanni undir leikjanafninu „ofvirkur“, er AWP ársins 2024 og Böðvar Breki Guðmundsson (Zolo), liðsmaður Sögu, þótti hafa tekið mestum framförum á árinu og var verðlaunaður fyrir það.

Þórsarinn Antonio Kristófer Salvador tók brosmildur við titlinum Riffill ársins.
Þórsarinn Antonio Kristófer Salvador tók brosmildur við titlinum Riffill ársins. Ljósmynd/Atli Már
Heiðar Flóvent Friðriksson úr Dusty er Leikmaður tímabilsins.
Heiðar Flóvent Friðriksson úr Dusty er Leikmaður tímabilsins. Ljósmynd/Atli Már
Fulltrúar Red Bull afhentu viðurkenningarnar og hér stendur AWP ársins, …
Fulltrúar Red Bull afhentu viðurkenningarnar og hér stendur AWP ársins, Ármenningurinn „ofvirkur“ Ólafur Barði Guðmundsson, keikur með Einari og Tómasi. Ljósmynd/Atli Már
Sögumaðurinn Böðvar Breki Guðmundsson (Zolo) þótti taka mestum framförum á …
Sögumaðurinn Böðvar Breki Guðmundsson (Zolo) þótti taka mestum framförum á árinu. Ljósmynd/Atli Már
Viðurkenningarnar voru veittar í nokkrum flokkum.
Viðurkenningarnar voru veittar í nokkrum flokkum. Ljósmynd/Atli Már
Tommi lýsandi var traustur á hljóðnemanum á meðan VECA liðar …
Tommi lýsandi var traustur á hljóðnemanum á meðan VECA liðar fögnuðu. Ljósmynd/Atli Már

Eins og áður segir hlaut VECA, sem féll út í undanúrslitum, viðurkenningu sem lið ársins en það er skipað þeim Magnúsi Árna Magnússyni (viruz), Leonis Zogu (dethkeik), Eyþóri Atla (wanker), Bjarna Þór Guðmundssyni (Bjarni), Þorláki Mána Dagbjartssyni (furious), Kristjáni Finnssyni (Stjani_Guli) og Einari „zim“ Ragnarssyni sem var á bekknum en þeim mun meira áberandi í beinum útsendingum frá deildinni sem lýsandi og klappstýra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka