Indónesía með aðaltitilinn

Lið Indónesíu fagnaði allsherjar heimsmeistaratitlinum á sextánda Heimsmeistaramótinu í rafíþróttum …
Lið Indónesíu fagnaði allsherjar heimsmeistaratitlinum á sextánda Heimsmeistaramótinu í rafíþróttum í Ríad í Sádi-Arabíu. Skjáskot/IESF.org

Besta rafíþróttafólk Indónesíu gerði heldur betur gott mót á Heimsmeistaramótinu í rafíþróttum og tryggði landi sínu allsherjar heimsmeistaratitilinn í annað sinn með fyrirmyndar frammistöðu í öllum keppnisgreinum mótsins.

Mótið, sem Alþjóðlega rafíþróttasambandið (IESF), hélt nú í sextánda sinn markaði ýmis tímamót en þannig var til dæmis í fyrsta sinn boðið upp á keppni kvennaliða í Mobile Legends Bang Bang (MLBB) og keppnin í kvennadeild Counter Strike hefur aldrei verið jafn umfangsmikil með samanlagt verðlaunafé upp á 160.000 dollara, eða ríflega 22 milljónir íslenskra króna.

Þrátt fyrir einbeittan sigurvilja og harða keppni þóttu keppendur, yfir 480 manneskjur úr röðum fremsta rafíþróttafólks sinna þjóða, með samvinnu, seiglu sinni og samheldni, sýna hvar hinn sanni kjarni rafíþróttanna liggur.

Öll gáfu allt sitt í hörkuspennandi viðureignum í sex keppnisgreinum; PUBG MOBILE, Dota 2 og Counter Strike og Mobile Legends: Bang Bang í bæði kvenna- og opnum flokki.

Fulltrúar Tyrklands komu sterkir inn og tryggðu þjóð sinni ein gullverðlaun og ein bronsverðlaun. Sú frammistaða dugði þó ekki til að skyggja á hópinn frá Indónesíu sem fór heim með eftirsóttasta titilinn á mótinu, allsherjar heimsmeistaratitlinum, WEC24 Overall Champion.

Þetta var í annað sinn sem Indónesar hömpuðu þessum titli en hann hlotnast því liði sem þykir skara fram úr þvert á allar keppnisgreinar mótsins.

Verðlaunalið WEC24:

PUBG MOBILE:

  1. Tyrkland
  2. Úkraína
  3. Brasilía

Counter Strike kvennadeild:

  1. Pólland
  2. Frakkland
  3. Portúgal

Counter Strike opinn flokkur:

  1. Rúmenía
  2. Portúgal
  3. Serbía

MLBB opinn flokkur:

  1. Malasía
  2. Filippseyjar
  3. Indónesía

MLBB kvennadeild:

  1. Indónesía
  2. Kambódía
  3. Egyptaland

Dota 2:

  1. Grikkland
  2. Svíþjóð
  3. Tyrkland
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka