Rafíþróttahátíðin Skjálfti 2025 fer fram í Digranesi í Kópavogi dagana 26.–28. september og er helgin stútfull af spennandi viðureignum. Skipuleggjendur hafa nú birt keppnisdagskrána og ljóst að gestir fá úrval af vinsælustu leikjum nútímans.
Á vef esports.is kemur fram að á föstudeginum hefst fjörið með Guilty Gear Strive klukkan 18, áður en fyrstu viðureignir í Counter-Strike 2 og League of Legends taka yfir kvöldið fram á nótt.
Laugardagurinn verður sannkölluð veisla fyrir keppnisþyrsta spilara. Þar er á dagskrá Smash Bros Melee, Fortnite, Apex Legends, Smash Bros Ultimate, Action Quake og ekki má gleyma klassísku Counter-Strike 1.6. Allt frá hádegi og fram eftir kvöldi mun íþróttasalurinn í Digranesi bergmála af fagnaðarlátum og spennu.
Á sunnudeginum taka svo úrslitaleikirnir við. Fyrst í League of Legends og Counter-Strike 2, áður en verðlaunaafhendingar klára hátíðina með pompi og prakt. Þeir sem vilja tryggja sér sæti á stærsta rafíþróttamóti landsins geta enn skráð sig. Það er opið fyrir nýja þátttakendur og greiðsla fer einfaldlega fram á staðnum.
Skipuleggjendur minna á að Skjálfti er ekki aðeins keppni heldur hátíð þar sem áhugafólk um tölvuleiki kemur saman, spilar, fylgist með og fagnar menningunni sem vex með hverju árinu.
Það verður nóg um að vera fyrir alla sem leggja leið sína í Digranes um helgina. Skjálfti er ekki einungis keppni heldur sannkölluð hátíð þar sem stemningin ræður ríkjum. Á laugardeginum má búast við sýningarleikjum í bæði Counter-Strike og League of Legends, auk sérstakrar Apex skemmtunar sem ber nafnið Rauðvín og klakar.
Fjölbreyttir básar verða á svæðinu, þar á meðal frá Ljósleiðaranum, Lenovo, Red Bull og Pizzan, auk námsbás Esportian. Þetta er því jafn mikið samfélagshátíð og það er keppni.
Best er að minna á að frítt er inn fyrir alla áhorfendur og áhugasama. Þeir sem vilja LAN-a geta enn skráð sig og borgað á staðnum, þannig að enginn þarf að missa af. esports.is verður með öflugan og lifandi fréttaflutning af Skjálfta alla helgina.