Breska liðið Team Vision lyfti bikarnum í Las Vegas þegar úrslitin í World Series of Warzone 2025 Global Final fóru fram. Ethan „Fifakill“ Pink, „Echo1867“ og Lennon „Lenun“ náðu yfirburðasigri á Gentle M8’s og tryggðu sér 300.000 bandaríkjadali, sem samsvarar um 36 milljónum íslenskra króna, í verðlaunafé.
Á vef esports.is kemur fram að úrslitin voru ráðin í áttunda leik þar sem Team Vision safnaði sér 153 stigum og tryggði sér „Match Point“ titilinn með glæsilegri frammistöðu.
Gentle M8’s voru einu andstæðingarnir sem höfðu möguleika á að stela sigrinum en enduðu með 130,4 stig. Í þriðja sæti lenti BDS með 122 stig, Leviatan í því fjórða og Team Falcons í fimmta.
Mótið vakti þó ekki aðeins athygli fyrir sigurinn. Áhorfendur gerðu athugasemdir við skipulagið, þar á meðal töf, hljóðvandamál og gagnrýndu ákvörðunina að halda úrslitaleik á miðvikudegi sem dró úr áhorfi.
Fifakill er mættur aftur í fremstu röð eftir ár af misjöfnum gengi, og sigurinn kveikir nýja von fyrir bresku Call of Duty senuna. Hann hefur áður unnið með stórum nöfnum eins og Liam „Jukeyz“ James og Kacey „WarsZ“ Channer en í þetta sinn fór hann alla leið með Team Vision.