Gripið til ráðstafana til að tryggja öryggi breska kappakstursins

Frá upphafi franska kappakstursins í Magny-Cours.
Frá upphafi franska kappakstursins í Magny-Cours. reuter

Vegna hryðjuverkanna í London í morgun voru öryggisráðstafanir hertar í dag í nágrenni kappakstursbrautarinnar í Silverstone þar sem breski kappaksturinn í Formúlu-1 fer fram um helgina.

Leitað var í farangri allra sem komu til brautarinnar í dag en þar var að mestu um starfsmenn keppnisliðanna og fulltrúa annarra kappakstursgreina sem fram fara í brautinni næstu þrjá daga.

Skipuleggjendur kappakstursins segjast sannfærðir um að öryggisráðstafanir vegna mótsins sem gripið hafi verið til strax í framhaldi af tilræðunum í London séu fullnægjandi.

Uppselt er í stúkur brautarinnar alla daga og er gert ráð fyrir 100.000 gestum í Silverstone á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert