McLaren sagt útilokað frá keppni 2007 og 2008

Silfurörvar McLaren drottnuðu í Monza sl. sunnudag.
Silfurörvar McLaren drottnuðu í Monza sl. sunnudag. ap
Íþróttaráð formúlu-1 hefur komist að niðurstöðu í njósnamáli gagnvart Ferrari og dæmt McLaren úr leik í keppni bílsmiða í ár og á næsta ári, samkvæmt fyrstu en óstaðfestum fregnum frá París.

Allar tilraunir til að fá fréttina staðfesta í blaðamannamiðstöð belgíska kappakstursins í Spa-Francorchamps undanfarna þrjá stundarfjórðunga hafa reynst með öllu árangurslausar. Aðrar heimildir frá París herma að íþróttaráð FIA hafi ekki lokið umfjöllun sinni um málið eða komist að niðurstöðu.

Í miðstöðinni í Spa fylgjast nokkur hundruð formúlublaðamenn með málinu og varð þar uppi fótur og fit er fregnin barst frá París.

mbl.is

Bloggað um fréttina