Rannsókn á bensínsýnum gæti breytt úrslitum brasilíska kappakstursins

Lewis Hamilton, t.h., óskar Kimi Räikkönen til hamingju í dag.
Lewis Hamilton, t.h., óskar Kimi Räikkönen til hamingju í dag. Reuters

Eftirlitsmenn með formúlu 1 kappakstrinum í Brasilíu í dag hófu í kvöld rannsókn á bensínsýnum, sem tekin voru úr keppnisbílunum. Hafa fulltrúar liða BMW Sauber og Williams verið kallaðir á fund til að ræða mál, sem komið hafa upp við hefðbundna skoðun eftir að kappakstrinum lauk.

Vangaveltur eru um að hiti á bensíni, sem liðin tvö notuðu, hafi ekki verið í samræmi við reglur keppninnar. Reynist svo vera kann ökuþórum liðanna, sem enduðu í 4., 5. og 6. sæti, að vera vísað úr keppni. Það myndi þýða að Lewis Hamilton, sem endaði í 7. sæti, færðist upp í það fjórða og jafnframt að hann hreppti heimsmeistaratitilinn en ekki Finninn Kimi Räikkönen, sem sigraði í dag.

Nico Rosberg, ökuþór Williams, endaði í 4. sæti, og þeir Robert Kubica og Nick Heidfeld, ökuþórar BMW Sauber, í 5. og 6. sæti. Verði þeir allir dæmdir úr leik fer Hamilton upp í 4. sæti, fær 5 stig fyrir og endar með 113 stig, þremur stigum meira en Räikkönen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert