Hamilton með frumkvæði gegn Ferrari

Hamilton á McLarenbílnum í Barcelona í dag.
Hamilton á McLarenbílnum í Barcelona í dag. ap

Lewis Hamilton hafði undirtökin gegn Ferrari hvað bílhraða varðar við reynsluakstur formúluliðanna í Barcelona í dag. Æfingalotan sem hófst í dag er sú síðasta fyrir vertíðina sem hefst eftir rúman hálfan mánuð.

Katalóníuhringurinn var rakur við upphaf æfinga í morgun en þurr aksturslína var fyrir hendi frá hádegi og gátu liðin því haldið sig við áætlanir sínar um lokaþróun bílanna fyrir kappaksturinn í Melbourne í Ástralíu.

Besti hringur Hamiltons var 43 þúsundustu úr sekúndu betri en besti hringur heimsmeistarans Kimi Räikkönen hjá Ferrari. Michael Schumacher sinnti einnig akstri fyrir Ferrari og var rétt rúmum tíunda úr sekúndu á eftir Räikkönen.

Kazuki Nakajima, nýliðinn hjá Williams, hefur komið á óvart við bílprófanir á árinu. Hann sýndi áfram styrkleika með fjórða besta tímanum.

Nick Heidfeld á BMW varð fyrir vélrænni bilun fyrir hádegi og missti nokkurn æfingatíma vegna viðgerðar.

Máttur Indlands frumók 2008-bíl sínum í dag og hafði liðið yfir nokkru að gleðjast þar sem Adrian Sutil setti 11. besta tíma dagsins af 19 ökuþórum.

Athyglisvert er að innan við sekúndu munaði á McLarenör Hamiltons og þrettánda bílnum.

Niðurstaða æfingarinnar varð annars sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll Tími Hri.
1. Hamilton McLaren 1:22.276 78
2. Räikkönen Ferrari 1:22.319 82
3. M.Schumacher Ferrari 1:22.428 83
4. Nakajima Williams 1:22.724 54
5. Kovalainen McLaren 1:22.852 71
6. Rosberg Williams 1:22.974 108
7. Alonso Renault 1:23.021 79
8. Heidfeld BMW 1:23.075 75
9. Webber Red Bull 1:23.091 62
10. Vettel Toro Rosso 1:23.115 71
11. Sutil Force India 1:23.188 95
12. Klien BMW 1:23.239 43
13. Liuzzi Force India 1:23.270 70
14. Piquet Renault 1:23.442 42
15. Glock Toyota 1:23.609 86
16. Kobayashi Toyota 1:23.880 29
17. Barrichello Honda 1:24.460 115
18. Wurz Honda 1:24.667 109
19. Coulthard Red Bull 1:24.826 25

Schumacher milli aksturslota í bílskúr Ferrari í Barcelona í dag.
Schumacher milli aksturslota í bílskúr Ferrari í Barcelona í dag. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina