Kristján Einar bætti sig í seinni umferð í Silverstone

Kristján ræðir taktík við aðstoðarmann við bíl sinn.
Kristján ræðir taktík við aðstoðarmann við bíl sinn.

Kristján Einar Kristjánsson bætti brautartíma sinn talsvert í seinni tímatöku dagsins í Silverstone, en þar fara 17. og 18. mót formúlu-3 vertíðarinnar fram á morgun, laugardag.

Í fyrri umferðinni ók Kristján Einar hringinn best á 1:18,134 mínútum sem var 25. besti tíminn af 26 og sjöundi besti af átta í landsflokknum breska.

Í seinni umferðinni var hann tæplega sjö tíundu úr sekúndu fljótari, ók á 1:17,469 mín. Og skaut tveimur keppinautum í landsflokknum aftur fyrir sig, varð sjötti af átta í flokknum og setti 24. besta tíma 26 ökuþóra sem keppa í lands- og alþjóðaflokki hinnar bresku formúlu-3 á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert