Hamilton tapaði áfrýjuninni

Hamilton fagnaði sigri í Spa en var sviptur honum.
Hamilton fagnaði sigri í Spa en var sviptur honum. ap

Áfýjunarnend Alþjóða akstursíþróttasambandsins staðfesti í dag 25. sekúndna tímarefsingu, sem breski ökuþórinn Lewis Hamilton var látinn sæta í Belgíukappakstrinum í ágúst. Refsingin þýddi, að Hamilton féll úr 1. sæti í það þriðja. 

Áfrýjunarnefndin staðfesti ákvörðun mótsstjórnarinnar og taldi, að ekki væri hægt að áfrýja slíkum ákvörðunum.

Hamilton heldur samt forustunni í stigakeppni ökumanna og er með 76 stig, einu stigi meira en Brasilíumaðurinn Felipe Massa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert