Reyndur tæknistjóri prófaði Kristján Einar í Sebring

Don Halliday var ánægður með frammistöðu Kristjáns Einars hjá Newman …
Don Halliday var ánægður með frammistöðu Kristjáns Einars hjá Newman Wachs.

„Að fá að vinna með manni eins og Don Halliday er upplifun út af fyrir sig og ég lærði gríðarlega mikið honum,“ segir Kristján Einar Kristjánsson um reynsluakstur sinn hjá Newman Wachs kappakstursliðinu bandaríska.

Kristján Einar hefur verið undir smásjá Newman Wachs og var kallaður til æfinga hjá liðinu á Sebring brautinni í Florida í desemberbyrjun. Þar gekk einfaldlega allt upp, svo notuð séu orð Brian Halahan liðsstjóra Newman Wachs.

„Allt gekk upp sem við hugðumst skoða. Við vorum ánægðir með Kristján sem aldrei hafði ekið Atlantic-bíl áður og aldrei ekið um Sebring. Með þeim breytingum sem átt hafa sér stað hjá liðinu eftir keppnistíðina var mikilvægt að komast aftur á gott skrið og vinna skilvirkt saman. Það gekk eins og í sögu, framundan eru frekari æfingar og við getum vart beðið þess að 2009-tímabilið hefjist,“ segir Halan í frétt á vefsetri ChampCar Atlantic-mótaraðarinnar.

Kristján Einar var prófaður af sjálfum Don Halliday, tæknistjóra með áratuga reynslu sem bílhönnuður og tæknistóri úr formúlu-1, Indy Racing League og ChampCar. Hefur hann unnið með fjölda frægra ökumanna og sjálfur varð hann nýsjálenskur meistari í formúlu-vee 1977 á bíl sem hann hannaði sjálfur.

Má því segja að Kristján Einar sé í góðum höndum þar sem Halliday er annars vegar.

Kristján Einar ræðir við (f.v.) Brian Halahan liðsstjóra, Don Halliday …
Kristján Einar ræðir við (f.v.) Brian Halahan liðsstjóra, Don Halliday tæknistjóra og Eddie Wachs liðseiganda eftir aksturslotu í Sebring.
Halliday fylgist með er tæknimenn gera Kristján Einar kláran til …
Halliday fylgist með er tæknimenn gera Kristján Einar kláran til nýrrar aksturslotu í Sebring.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert