Kristján Einar varð þriðji á Donington

Kristján Einar varð þriðji á Donnington í dag.
Kristján Einar varð þriðji á Donnington í dag. mbl.is

Kristján Einar Kristjánsson lauk keppni í sínum flokki í Opnu evrópsku formúlu-3 á Donington Park á Bretlandi í dag í þriðja sæti eftir harða keppni sem hófst í úrhellisrigningu og endaði í heiðskíru veðri og sól.

„Kristján Einar sýndi frábæra aksturstækni í dag og nýtti sér styrkleika sinn í að keppa við erfiðar aðstæður til fullnustu,“ sagði Gavin Mills eigandi Team West Tec og tæknistjóri Kristjáns Einars um helgina.

„Við höfum séð þetta á brautaræfingum eins og sl. föstudag þegar hann átti hann lengst af annað besta tíma og á ákveðnum brautarköflum hann hraðastur allra bíla í braut bæði á æfingum og í tímatökum.“

Úrslit tímatökunnar í gær voru því nokkur vonbrigði þar sem Kristján Einar var hraðastur allra bíla í Copa keppninni á tveimur brautarköflum en fjarri bestu timum á þriðja kaflanum og endaði í 7. sæti.

En í dag nýtti hann alla styrkleika sína í akstri og við fylgdumst með honum aka upp úr 8. sæti á ráslínu í 2. sæti sem hann missti rétt í lokin þegar bíllinn rann til í brautinni og spann heilan hring nokkrum metrum frá lokaflagginu. En hann náði að komast aftur inn í keppnina og lauk í 3. sæti, 0,192 sekúndum á eftir næsta bíl," sagði Mills við mbl.is.

Alls keppti 21 bíll í Opnu evrópsku formúlu-3 á Donington í dag, þar af 11 í flokki Kristjáns í keppninni um Copa-bikarinn. Mótaröðin fer nú í æfingahlé, en næstu mót er á Magny Cours og Monza í september.

Allir bílarnir eru ræstir af stað samtímis og varð Kristján Einar 10. í mark af 20 sem kláruðu keppnina, sem teljast verður mjög góður árangur. Á efteir honum urðu fjórir Dallara 308-bílar sem eru öflugri en 306-bílar eins og Kristján Einar keppir á.

Kristján Einar (l.t.h.) á verðlaunapallinum í Donington.
Kristján Einar (l.t.h.) á verðlaunapallinum í Donington.
Kristján Einar með verðlaun sín í Donington í dag.
Kristján Einar með verðlaun sín í Donington í dag.
mbl.is