Missa skírteinispunkta fyrir brot

Ökumenn í formúlunni fara í keppnisbann hafi þeir verið sviptir …
Ökumenn í formúlunni fara í keppnisbann hafi þeir verið sviptir 12 skírteinispunktum vegna akstursbrota.

Ökumenn sem sekir verða að akstursbrotum í formúlu-1 frá og með næsta ári þurfa að sæta því að missa skírteinispunkta. Þegar refsipunktarnir verða orðnir 12 að tölu fara þeir sjálfkrafa i keppnisbann.

Jafngildir þetta því fyrirkomulagi sem er í umferðinni og sviptingu skírteinispunkta þar vegna umferðarbrota. Refsipunktar í formúlunni verða virkir í 12 mánuði sem þýðir að ökumaður getur borið með sér víti frá einni vertíð yfir á þá næstu. 

Að jafnaði verða ökumenn sviptir einum til þremur punktum fyrir akstursbrot, allt eftir alvarleika þeirra og ákvörðun dómara móta.  

mbl.is