Fagna talstöðvarþögninni

Nico Rosberg og Lewis Hamilton með unnendum formúlu-1 í bílskúrareininni …
Nico Rosberg og Lewis Hamilton með unnendum formúlu-1 í bílskúrareininni í Singpúr en þar verður keppt um helgina. mbl.is/afp

Lewis Hamilton og Nico Rosberg hjá Mercedes lýstu sig báðir ánægða með mjög muni draga úr talstöðvarsamskiptum ökumanna og liðsstjóra í mótunum sem eftir eru vertíðarinnar.

Hamilton og Rosberg hafa átt í harðri baráttu um heimsmeistaratitil ökumanna  - stundum nokkuðl rætna. Takmarkað er hvaða samskipti þeira geta átt úr þessu við stjóra sína meðan á akstri stendur.

„Unnendur formúlunnar fagna þessu svo þetta virðist skref í rétta átt,“ sagði Rosberg á blaðamannafundi í Singapúr í dag. Hann hefur 22 stiga forskot á Hamilton í titilslagnum.

„Að mínu viti er þetta góð ráðstöfun, kappaksturinn verður hrárri. Hingað til höfum við keyrt svo mikið á því hvað tæknimennirnir hafa sagt okkur í talstöðinni. Nú reynir á okkur sjálfa,“ bætti Rosberg við.

„Mér líkar hugmyndin vel en að sumu leyti verður erfiðara að keyra, eins og að vélataktíkinni. Hvernig eigum við nú að vita hvað vélaherfræði skuli brúka,“ sagði Hamilton. Hann sagði að skerðing talstöðvarsamskipta gæti átt eftir að bitna á keppni þeirra Rosberg um titilinn.

„Það verður virkilega mikilvægt að við séum á sömu vélaherfræði. Alltaf. Stundum höfum við  Nico verið hvor á sinni herfræði sem gefið hefur öðrum okkar ögn meira eða minna afl og það getur bitnað á hinum. Svo fremi sem engin vandamál verði í þeim efnum munum við klára allt annað,“ segir Hamilton.

Massa gagnrýnir talstöðvarbannið

Felipe Massa hjá Williams gagnrýnir talstöðvarbannið og segist óttast að það eigi eftir að verða til ófarnaðar og óhappa. Hann sagði að hugsanlega yrði reynt að fara kringum bannið með brellum.

Fernando Alonso hjá Ferrari segist ekki sjá neinn ávinning í talstöðvarbanninu og bar það við aðrar íþróttir. „Ég held ávinningur sé enginn. Þetta er eins og þjálfara í körfubolta eða fótbolta væri gert að þegja.“

Vaxmenn. Vaxmyndasafn Madame Tussauds í Singapúr hefur steypt Sebastian Vettel …
Vaxmenn. Vaxmyndasafn Madame Tussauds í Singapúr hefur steypt Sebastian Vettel (t.v.) og Lewis Hamilton í vax í fullri stærð. Hér eru þær Marina Bay kappakstursbrautina en safnið opnar í októberlok sýningu á vaxmyndum af frægum íþróttamönnum, aðallega þó asískum. mbl.is/afp
mbl.is