Alonso ómeiddur

Fernando Alonso gefur aðdáanda eiginhandaráritun rétt fyrir upphaf æfingaaksturs hans …
Fernando Alonso gefur aðdáanda eiginhandaráritun rétt fyrir upphaf æfingaaksturs hans í Barcelona í dag. mbl.is/epa

Talsmaður McLarenliðsins segir að læknisskoðun á sjúkrahús í Barcelona hafi staðfest, að Fernando Alonso hafi sloppið ómeiddur úr hörðum skell á öryggisvegg við reynsluakstur í Katalóníuhringnum í dag.

Alonso var fluttur með þyrlu á sjúkrahús eftir skellinn um hádegisbil. Læknar settu hann meðal annars í sérstaka sneiðmyndaskanna og niðurstaða þeirra var að hann væri ómeiddur.

Af hálfu McLaren vildu menn ekki tjá sig frekar um ástæður óhappsins, sögðu þær einfaldlega ekki liggja fyrir að svo stöddu. Frekari upplýsingar yrðu gefnar þegar færi gæfist.

Við slysið var æfingum McLaren í þessari lotu sjálfhætt en þeir Alonso og Jenson Button höfðu náð 124 hringja akstri dagana fjóra sem æfingalotan stóð. Til stóð að Button æki síðdegis í dag en af því varð ekki vegna skemmda á bílnum.

Alonso færður úr læknastöð brautarinnar í Barcelona út í þyrlu …
Alonso færður úr læknastöð brautarinnar í Barcelona út í þyrlu sem flutti hann undir læknishendur á sjúkrahúsi. mbl.is/epa
Fernando Alonso á ferð á McLarenbílnum í Barcelona.
Fernando Alonso á ferð á McLarenbílnum í Barcelona. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert