Fékk margar refsingar í sama móti

Nýliðinn Max Verstappen hjá Toro Rosso hefur verið full strákslegur á kappakstursbrautunum á stundum en marga skemmtilega snerruna hefur hann háð og oft haft betur.

Í lokamóti ársins í Abu Dhabi voru honum nokkuð krosslagðar hendur því hann hlaut hverja refsinguna af annarri fyrir framferði sitt. Er nú svo komið að aðeins þriðjungur er eftir af keppnisskírteini hans vegna sviptingar aksturspunkta.

Verstappen var fyrst refsað fyrir að fara út fyrir brautina til að komast fram úr Jenson Button. Og síðan var honum veitt önnur refsing fyrir að virða ekki blá flögg um að honum bæri að víkja og hleypa öðrum bíl fram úr.

Fyrir fyrra brotið var hann sviptur einum skírteinispuinkti og tveimur fyrir seinna brotið.  Þar með hefur Verstappen verið sviptur átta punktum á árinu fyrir akstursbrot en hann fær sjálfkrafa keppnisbann í eitt mót dæmast stigin fjögur sem eftir eru af honum fyrir maí á næsta ári.

Fá menn keppnisbann hafi þeir verið sviptir punktunum tólf á 12 mánaða tímabili. Verstappen var sviptur tveimur stigum fyrir að valda árekstri við Romain Grosjean hjá Lotus í Mónakó. Síðan var hann sviptur þremur til viðbótar fyrir að aka alltof hratt meðan öryggisbíll var í brautinni í Búdapest.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert