Button líst á hugmynd Montoya

Juan Pablo Montoya.
Juan Pablo Montoya. mbl.is/afp

Jenson Button hjá McLaren hefur lýst stuðningi við hugmyndir fyrrum formúluþórsins Juan Pablo Montoya um hvernig megi hressa upp á keppni í formúlu-1 svo um munar.

Montoya segir að með því að fjarlægja úr keppnisbílunum hitanema fyrir bremsur og hjólabúnað bílanna, þar með talin dekkin, myndi keppnin gjörbreytast á svipstundu.

Montoya keppti á sínum tíma með Williams og McLaren og segir að ökumenn séu orðnir hálf aðgerðalausir því þeir fái svo miklar upplýsingar um dekk og bremsur frá verkfræðingum meðan á keppni stendur.

„Verði nemarnir bannaðir reynir að nýju á aksturstilfinningu ökumannanna,“ segir Montoya. Spurður um ummæli hans segir Button: „Þannig var það áður fyrri. Enginn var að tilkynna þér um hita hér og þar svo maður varð að hafa það á tilfinningunni hvort hitastigið væri að hækka um of. Juan Pablo hefur rétt fyrir sér. Aldrei hafði mér komið til hugar að við ættum eftir að deila sömu skoðun,“ segir Button.


 

mbl.is