Alfa Romeo gæti keypt Sauber

Marcus Ericsson og Felipe Nasr á Sauberbílunum í keppni. Liðið …
Marcus Ericsson og Felipe Nasr á Sauberbílunum í keppni. Liðið er skuldum vafið og á í miklum fjárhagsörðugleikum. mbl.is/afp

Sergio Marchionne útilokar ekki að Alfa Romeo kaupi svissneska liðið Sauber, sem berst fyrir tilveru sinni í formúlu-1.

Ef af því verður mun liðinu verða teflt fram í keppni undir merkjum Alfa Romeo, sem er dótturfélag Fiat og þar með Fiat Chrysler-samsteypunnar. Alfa Romeo var öflugur þátttakandi í formúlu-1 á sjötta og sjöunda áratug nýliðinnar aldar.

„Þetta er æðsta kraftbirtingarform tæknigetu í bílaframleiðslu,“ sagði Marchionne er hann heimsótti Ferrariliðið við kappakstursbrautina í Sjanghæ um liðna helgi. „Með markmið Alfa Romeo í huga þá held ég að þessi valkostur ætti að vera skoðaður. Alfa Romeo goðsögnin varð til við kappakstur og einhvern veginn verðum við að endurreisa hana. Hvenær það verður veit ég ekki,“ sagði Marchionne.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert